Harry Brearley

From Wikipedia, the free encyclopedia

Harry Brearley

Harry Brearley (Sheffield, 18 febrúar 1871 – Torquay, 14 júlí 1948) var breskur tæknilegur málmsmiður sem eignuð er uppfinning ryðfrís stáls.

Verandi sonur málmvinnslumanns yfirgaf hann skólann þegar hann var 12 ára gamall til að vinna á sama vinnustað og faðir hans. Í frítíma sínum ákvað hann að stunda grúsk og lærdóm og tók að sækja kvöldskóla.

Árið 1908 settu tvö málmiðnaðarmannafélög í Sheffield á fót rannsóknarstofu sem bar nafnið Brown Firth Laboratories og spurðu Brearley, sem nú hafði aflað sér orðspors sem sérfræðingur í málmvinnslu, um að veita henni forstöðu. Eftir nokkur ár í þeirri stöðu yfirgaf hann þó þann starfsvettvang og var ráðin sem tæknimaður hjá Brown Bayley's Steel Works, þar sem hann að lokum varð yfirmaður 1925.

Á árunum fyrir fyrri heimstyrjöld vex umtalsvert vopnaframleiðsla í Bretlandi en þeir reka sig á hina helst til miklu ryðgun í skammhlaupum skotvopnanna. Brearley hóf a gera tilraunir með nýjar tegundir af stáli með meira þol gegn hærri hita. Gerði hann nokkrar tilraunir þar sem bætt var vissu hlutfalli króms og komu þær vel út. Brearley kallaði þetta nýja stál í fyrstu rustless steel, en Ernest Stuart, frá hnífaparaframleiðanda í Sheffield leist betur á stainless Steel.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.