From Wikipedia, the free encyclopedia
Glerá er á á Norðurlandi. Hún á upptök sín í jöklum á Tröllaskaga og einnig úr ferskvatnslindum í Glerárdal. Glerá rennur gegnum Akureyri út í sjó í Eyjafirði. Eyrin Oddeyri er mynduð af framburði árinnar. Glerá var mikilvæg í iðnsögu Akureyrar og var hún stífluð til raforkuframleiðslu á 20. öld. Rafstöðin hefur verið rifin en uppistöðulónið stendur ennþá. Ný rafstöð hefur verið byggð til að minnast 100 ára rafvæðingar á Íslandi. Þessi 290 kW rafstöð var opnuð 27. ágúst 2005.
Gleráin skipti Akureyri í Glerárþorpið sem var fyrir norðan Glerá. Það varð hluti af Akureyri snemma á 20. öld. Núna er sá hluti Akureyrar sem er norðan við Glerá kallaður Glerárhverfi eða Þorpið og þar búa yfir 7000 af 17000 íbúum Akureyrar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.