From Wikipedia, the free encyclopedia
Gasstöð Reykjavíkur var gasveita við Hlemm í Reykjavík sem var starfrækt frá 1910 til 1956. Hún framleiddi gas til eldunar og lýsingar úr innfluttum kolum. Þegar gasinu hafði verið náð úr kolunum með upphitun, varð til kox, sem Gasstöðin seldi. Gasið var síðan notað til lýsingar og eldunar og koxið til brennslu og upphitunar. Eftir stofnun Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1921 var gasið nær einvörðungu nýtt til eldamennsku.
Vorið 1918 var lokið við að koma upp bökunarofni í Gasstöðinni. Var hann settur ofan á annan gasgerðarofninn, og með þeim hætti var hægt að nota hitann frá honum, sem annars fór til ónýtis. Tilraun þessi þótti sýna það, að þarna væri fundinn hitagjafi, sem ekki hefði verið nýttur, og hann mundi duga til að baka við hann brauð. Um það bil er Fyrri heimsstyrjöldinni lauk, störfuðu fjórir bakarar í þessari nýstárlega brauðgerðarhúsi, en forstöðumaður þess var Kristján Hall. Var í ráði að setja þar upp annan bakaraofn, en af því varð ekki. Kristján Hall lést næsta haust úr spönsku veikinni, og nokkuð eftir lát hans hætti brauðbakstur í Gasstöðinni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.