þjóðhöfðingi og æðsti maður ríkisstjórnar í Bandaríkjunum From Wikipedia, the free encyclopedia
Forseti Bandaríkjanna (enska: President of the United States of America) er hvort tveggja þjóðhöfðingi og æðsti maður ríkisstjórnar í Bandaríkjunum. Embættið var stofnað við fullgildingu stjórnarskrár Bandaríkjanna árið 1789. Þrískipting ríkisvaldsins er í hávegum höfð í bandarískri stjórnskipun og er forsetinn yfir framkvæmdavaldinu. Löggjafarvaldið liggur hjá þinginu og dómsvaldið hjá Hæstarétti. Völd forsetans eru skilgreind í 2. grein stjórnarskrárinnar en þau eru helst að hann er æðsti yfirmaður heraflans, getur synjað lögum staðfestingar, hann skipar ráðherra í ríkisstjórn, náðar menn og skipar með samþykki Öldungadeildarinnar í stöður æðstu embættismanna, sendiherra og dómara á alríkisstigi. Kjörtímabil forsetans er 4 ár og honum er ekki heimilt að sitja fleiri en tvö tímabil. Embætti varaforseta er einnig til staðar en varaforsetinn tekur við embætti forseta ef sá síðarnefndi fellur frá eða segir af sér.
Forseti Bandaríkjanna
President of the United States of America | |
---|---|
Meðlimur | Ríkisstjórn Bandaríkjanna |
Sæti | Hvíta húsið, Washington, D.C., Bandaríkjunum |
Skipaður af | Kjörmannaráði |
Kjörtímabil | Fjögur ár, allt að tvenn kjörtímabil |
Lagaheimild | Stjórnarskrá Bandaríkjanna |
Stofnun | 4. mars 1789 |
Fyrsti embættishafi | George Washington |
Staðgengill | Varaforseti Bandaríkjanna |
Laun | $400.000 á ári |
Vefsíða | whitehouse |
Bandaríkin voru fyrsta þjóðin til þess að búa til embætti forseta til þess að gegna störfum þjóðhöfðingja í nútíma lýðveldi. Stjórnarfar af þessari gerð nefnist forsetaræði og tíðkast nú í mörgum löndum víða um heim en þó sérstaklega í Ameríku og Afríku. Þingræði er hin megintegund stjórnarfars í lýðræðisríkjum og byggir á breskri fyrirmynd, það er hið ráðandi kerfi í Evrópu og fyrrum nýlendum Breta. Frá upphafi hafa verið 46 forsetar. Sá fyrsti var George Washington en núverandi forseti er Joe Biden og er hann númer 46 í röðinni. Frá því að Bandaríkin urðu risaveldi á fyrri hluta 20. aldar hafa þeir sem gegnt hafa embættinu verið á meðal þekktustu manna í heiminum á hverjum tíma enda er embættið gjarnan talið vera það valdamesta í heimi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.