Flæðirit er notað til að lýsa flæði reiknirita eða forrits.

Thumb
Einfalt flæðirit sem sýnir hvernig á að eiga við lampa sem virkar ekki.

Þegar leysa á flókið vandamál og gefa yfirsýn þá er gott að stilla því upp gróflega og skoða hver séu helstu atriðin í vandamálinu. Flæðirit er gott verkfæri fyrir þetta. Það veitir góða yfirsýn og skýrir hvert er flæðið á milli helstu blokka vandamálsins. Síðan má taka hverja einstöku blokk, skoða nánar og jafnvel skrifa sér flæðirit sem lýsir innihaldi þeirrar blokkar.

Hægt er að nota flæðirit til að lýsa ýmiss konar öðru flæði en forritun. Til eru ýmsar aðrar tegundir flæðirita en því sem hér er lýst, svo sem: UML, samskiptarit, stöðurit og verknaðarrit svo eitthvað sé nefnt. En öll þessi rit hafa afmörkuð hlutverk innan flæðirita. Með UML er til dæmis hægt að teikna klasarit.

Forrit

Ýmisleg forrit eru á markaðinum til að skrifa flæðirit með. Helstu forrit eru: Microsoft Office Visio, OpenOffice.org Draw, iGrafx FlowCharter & Process, EDraw Flowchart Software, Inkscape, Dia, ConceptDraw og SmartDraw. Einnig má notast við hvaða teikniforrit sem er, nú eða bara blað og blýant.

Það eru einnig til forrit sem geta búið til flæðirit sjálfkrafa, annaðhvort beint frá forritunarkóða eða sérstöku skriftarmáli fyrir flæðirit.

Dæmi

Flæðirit sem sýnir útreikning á N hrópmerkt (N!). Þar sem N! = 1 * 2 * 3 * …. * N. Flæðiritið sýnir eina og hálfa lykkju – stöðu sem í byrjendabókum er rætt um að krefjist annað hvort að þáttur sé endurtekinn bæði innan og utan lykkjunnar eða að þátturinn sé á grein innan lykkjunnar.

Byrjað er að lesa inn gildi fyrir N sem reikna á hrópmerkt fyrir. Síðan eru byrjunarbreytur sem notaðar eru við útreikninginn frumstilltar. M er lykkjuteljari og F geymir útreikning. Síðan er lykkja ræst og F margfaldað með teljaranum þar til hann er orðin jafn upphafsgildinu N en þá endar lykkjan því M er orðið jafn N og F er skrifað út.

Tilvísanir

Heimildir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.