Fluguveiði
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Fluguveiði er stangveiðiaðferð. Hún hefur tíðkast frá fornu fari til að að veiða silung og lax með öngli. Veitt er á yfirborðinu (þurrfluguveiði) eða neðan yfirborðs (púpuveiði). Silungsveiði á þurrflugu er stunduð á yfirborði.
Þurrfluguveiði er stangveiði sem stunduð er með línu og eftirlíkingu af flugum sem fljóta. Fram mjókkandi taumur, sem venjulega er úr nyloni, er settur milli línu og flugu. Ólíkt sökkfluguveiði (púpum), er taka fisksins sýnileg, skyndileg og æsandi. Þótt silungur neyti 90% fæðu sinnar undir yfirborðinu eru þau 10% sem silungurinn neytir á yfirborðinu meira en nóg til að halda flestum veiðimönnum við efnið.
Þurrflugur eru stundum ginningar (attractors) eins og Royal Wulff, eða náttúrulegar eftirlíkingar eins og fiðrildi sem búin eru til úr elgs hárum. Byrjandi kann að kjósa heldur að byrja með flugu sem er auðvelt að sjá eins og Royal Wulff ginningarflugu eða vorflugu eftirlíkingu eins og Parachute Adams eða mýflugu, fallhlífin (the Parachute) á Parachute Adams lætur veiðimaðurinn fluguna lenda jafn mjúklega og raunverulega flugu á yfirborðinu sem hefur að auki þann kost að gera fluguna mjög sýnilega ofan vatnsborðs. Að sjá fluguna kemur að sérstaklega góðum notum fyrir byrjanda. Flugan ætti að lenda mjúklega þegar hún er látin falla á vatnið með tauminn beint út frá flugulínunni.
Forðast skal að hreyfing á línunni raski náttúrulegu reki flugunnar, tækni sem nefnd er lögun (mending) er notuð til að hafa stjórn á þessu. Vegna þess að vatnsföll hafa hraðari eða hægari straum oft samsíða, getur flugan yfirtekið eða verið yfirtekin af línunni, sem þar með raskar reki flugunnar. Lögun(mending)er tækni sem þar sem veiðimaðurinn lyftir og hreyfir þann hluta línunar sem réttir línuna af við rek flugunar. Hreyfingin getur verið bæði uppstreymis og niðurstreymis allt eftir straumnum sem ber línuna. Að læra að laga línuna er oft mun einfaldara ef veiðimaðurinn hefur fluguna í sjónmáli.
Þegar fiskurinn hefur verið veiddur og honum landað , kemur fyrir að flugan flýtur ekki vel lengur, stundum er hægt að þurrka hana með því að „Fals-kasta“ henni (lína ekki látin lenda og er kastað fram og til baka í loftinu). Í sumum tilfellum er hægt að þurrka fluguna með litlum þurrkklút eða hún er sett í ílát sem er fullt af þurrflugufitu sem er vatnsþolin. Helsta aðferðin ef flugan flýtur ekki, er einfaldlega að setja á aðra flugu, líka eða alveg eins, þar til upprunalega flugan hefur þornað að fullu, að auki er gott að skipta stöðugt um flugu á meðan á veiðum stendur.
Þurrfluguveiði við littlar ferskvatnsár getur verið einkar árangursríkt ef veiðimaður skríður eins langt frá bakkanum og mögulegt er og læðist hljóðlega gegnt straumi. Silungar liggja oft rangsælis við strauminn og mest af fæðu þeirra berst með straumnum. Af þessari ástæðu er athygli fisksins oftast upp í strauminn; flestir veiðimenn færa sig og veiða „Upp með straumnum“ staðsettir fyrir neðan staðinn sem þeir halda að fiskurinn liggi.
Silungar ráðast á fæðu sína við straumbrot þar sem straumþyngra og straumminna vatn mætast. Fyrirstöður í straumnum eins og stórir steinar eða nálægir hylir, skapa lástraums umhverfi þar sem fiskurinn liggur og biður fæðu án þess að þurfa að nýta mikla orku. Með því að kasta uppstreymis í hægari hluta straumskila, getur veiðimaður fylgst með frjálsu reka|reki flugunnar niður strauminn. Helsta áskorunin við straumvatnsveiði er að setja fluguna niður af nákvæmni, til dæmis innan nokkurra sentímetra frá straumbrjótandi steini með ekki of löngu kasti. Sé þetta rétt gert virðist flugan fljóta með straumnum líkt og hún sé ekki föst við flugulínuna. Veiðimaðurinn verður að vera á varðbergi fyrir tökunni í þeim tilgangi að reisa stöngina og festa öngulinn í bráðinni!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.