From Wikipedia, the free encyclopedia
Finkur (fræðiheiti: Fringillidae) eru spörfuglar með keilulaga gogg sem lifa á fræjum. Útbreiðsla þeirra er aðallega á norðurhveli jarðar og í Afríku. Deilt er um hvernig finkur skuli flokkaðar en innan ættarinnar Fringillidae, sem kalla mætti „sannar finkur“, eru um 140 tegundir. Finkur eru 10-27 cm að lengd og með sterklegan, keilulaga gogg sem hentar vel til að brjóta fræ. Finkur eru miklir söngfuglar.
Sönnum finkum (Fringillidae) er skipt niður í tvær undirættir. Sú fyrri er Fringillinae en henni tilheyra þrjár tegundir. Þær næra unga sína á skordýrum en finkur af hinni undirættinni, Carduelinae, næra unga sína á fræjum. Þeirri undirætt tilheyra 137 tegundir. Þar á meðal Kanarífugl, fjallafinka og rósafinka.
Bókfinkan sem er algengasta finkan í Evrópu er af undirættinni Fringillinae.
Auðnutittlingur sem algengur er á Íslandi er af finkuætt.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.