FM-útvarp er útvarp sem notast við tíðnimótun (enska, frequency modulation eða FM) til útvarpsútsendinga á hliðrænu hágæðahljóði. Hljómur FM-útsendinga er af betri gæðum en næst með öðrum aðferðum, eins og styrktarmótun (AM) og tíðnimótun er ekki eins viðkvæm fyrir rafsegultruflunum. Hún er þannig vinsæl til útsendinga á tónlist. Tíðnimótun var fundin upp af bandaríska verkfræðingnum Edwin Armstrong árið 1933 og fyrsta FM-útvarpsstöðin var tilraunastöð hans með kallmerkið W2XMN. Evrópskar útvarpsstöðvar tóku að nota þessa tækni í stórum stíl eftir síðari heimsstyrjöld á metrabylgju, þar sem hernámslið bandamanna höfðu tekið miðbylgjuna yfir með öflugum sendum til að senda afþreyingarefni til hermanna og áróður yfir Járntjaldið.

Thumb
Tilraunastöð Edwin Armstrong í New Jersey í Bandaríkjunum.

Síðustu ár hefur stafrænt útvarp (DAB) smám saman tekið við af FM-útvarpi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.