samsafn einkenna og sýkinga sem stafar af skertu ónæmiskerfi vegna HIV sýkingar From Wikipedia, the free encyclopedia
Alnæmi (líka kallað eyðni; á ensku: AIDS, skammstöfun á acquired immune deficiency syndrome („áunnin ónæmis-skerðing“)) er samsafn einkenna og sýkinga sem stafar af skertu ónæmiskerfi líkamans vegna smitunar af HIV-veirunni. HIV getur smitast með blóði, sæði, leggangavökva og brjóstamjólk. Mögulegt er fyrir barn að sýkjast af HIV-veirunni við fæðingu.
HIV-veiran sýkir frumur sem gegna hlutverki í ónæmiskerfi mannsins, þá aðallega T-hjálparfrumur af undirgerð CD4+. T-hjálparfrumur eru nauðsynlegar fyrir lært ónæmi, þ.e. að líkaminn geti varist þeim sýklum sem hann hefur séð áður. Veiran drepur þessar frumur. Nokkrum árum eftir sýkingu er fjöldi CD4+ T-hjálparfrumna orðinn svo lágur að líkaminn getur ekki lengur varist nýjum sýkingum. Þá hefur veiran veikt ónæmiskerfið verulega og fólk fær ýmsar tækifærissýkingar. Þá kallast sjúkdómurinn alnæmi. Á þessu stigi hrakar fólki hratt og þyngdartap er algengt.
Alnæmissjúkdómurinn var fyrst greindur 18. júní 1981 í Los Angeles í fimm samkynhneigðum körlum. Lækning við HIV er ekki til, en hægt er að halda sýkingunni algerlega í skefjum með nýjum lyfjum. Með réttri lyfjameðferð er einstaklingur ekki smitandi. Án meðferðar má reikna með að lifa í 9 til 11 ár.[1]
Talið er að vírusinn hafi upphaflega komið úr öpum í Afríku í byrjun 20. aldar, því að veiran er afar skyld apa-eyðniveirunni.
Áætlað er að 37 milljónir séu smitaðir af sjúkdóminum og að hann hafi dregið 35 milljón manns til dauða. Tveir af hverjum þrem HIV-smituðum búa í Afríku sunnan Sahara. Hæst er algengi alnæmi í Botsvana (24%) og Svasílandi (27%).
Í lok árs 2016 höfðu samtals 361 greinst með HIV á Íslandi frá upphafi, 257 karlar og 104 konur. Af þeim höfðu 73 greinst með alnæmi og 39 látist af völdum HIV.[2] Árlega greinast undir 30 einstaklingar með HIV á Íslandi.[3]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.