From Wikipedia, the free encyclopedia
Dys er upphækkuð gröf eða grafhýsi úr grjóti. Á fyrri hluta nýsteinaldar voru dysjar í Evrópu gerðar úr fjórum til fimm uppreistum steinum og tveimur sem lagðir voru ofan á. Oft voru þær þó aðeins huldar jarðvegi og steinum raðað í hring (hringdys) eða ferhyrning (langdys) umhverfis. Á Íslandi var fólk dysjað ef ekki þótti tilefni til greftrunar með viðhöfn og voru dysjarnar gerðar úr hrúgu af grjóti. Illþýði og galdramenn voru t.d. yfirleitt dysjuð eða urðuð, þ.e. fleygt yfir þau grjóti og lítt vandað til þessara síðustu híbýla þeirra. Íslensku dysjarnar tengjast því lítt þeim sem tíðkuðust á meginlandi Evrópu.
Hringdysjar eru svo nefndar þegar haugurinn, sem gerður hefur verið um dysina, er hringlaga. Í þessum dysjum er venjulega aðeins ein steinkista, gerð af fimm hellusteinum, einum á hverja hlið og einum, sem er lagður yfir. Eru steinkistur þessar oft ekki nema hálfur metri á breidd, en 1,25 metrar að lengd. Eitt lík hefur að jafnaði verið jarðsett í slíkri kistu.
Langdysjar eru þannig gerðar, að haugurinn um dysina er aflangur, ferkantaður og í dysinni sjálfri eru oft margar steinkistur af áðurnefndri gerð. Margar langdysjar eru yfir tuttugu metrar á lengd og sex til átta metra breiðar, en dæmi eru til að þær geti verið á annað hundrað metrar á lengd.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.