Drómasýki
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Drómasýki er svefnröskun sem stafar að öllum líkindum af röskun á REM-svefni fólks (einnig kallaður bliksvefn eða draumsvefn).
Fólk sem þjáist af drómasýki getur lent í því að fá svokölluð svefnflog þar sem allt í einu leitar á það svo mikil syfja að því finnst það knúið til þess að sofna. Einnig getur fólk fengið slekjuköst þar sem vöðvalömun sem einkennir REM-svefn virðist koma á óeðlilegum tíma en fólk heldur samt meðvitund. Svefnrofalömun er enn eitt einkennið þar sem fólk getur sig hvergi hreyft þegar það er á milli svefns og vöku. Að auki getur fólk fundið fyrir svefnhöfgaofskynjunum en þá sér það, heyrir eða skynjar á annan hátt ýmislegt sem ekki er neinn fótur fyrir í raunveruleikanum. Möguleg skýring á þessu er að ofskynjanirnar séu draumar sem komi á vitlausum tíma.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.