Coca-Cola European Partners Ísland (skammstafað CCEP; áður Vífilfell) er íslenskur drykkjaframleiðandi og matvæladreifingaraðili. Fyrirtækið var stofnað af Birni Ólafssyni kaupmanni 1. júní 1942 til að framleiða drykkjarvörur undir sérleyfi frá Coca Cola fyrir íslenskan markað. Árið 2001 sameinaðist fyrirtækið fyrirtækinu Sól-Víking undir merkjum Vífilfells. Eftir það fór framleiðsla ávaxtadrykkja á borð við Svala og ölgerð Viking, Thule og Einstök fram innan vébanda fyrirtækisins. Fyrirtækið breytti um nafn árið 2016 í kjölfar stofnunar alþjóðlegu samsteypunnar Coca-Cola European Partners.[1] Ölgerð CCEP fer fram í verksmiðju Víking að Furuvöllum á Akureyri. Árið 2022 tilkynnti fyrirtækið að framleiðslu á Svala yrði hætt.[2]

Thumb
Brugghús CCEP á Akureyri framleiðir bjór undir merkjum Viking, Thule og Einstök.

Tilvísanir

Tengt efni

Tenglar

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.