Bretanía (galló: Bertaèyn, bretónska: Breizh, franska: Bretagne) er eitt af 18 héruðum í Frakklandi og er skagi sem teygir sig út í Atlantshafið í vestanverðu landinu. Héraðið skiptist í fjórar sýslur og íbúafjöldi þess er 3,3 milljónir (2018). Þar er töluð, ásamt frönsku, bretónska, en það er keltneskt tungumál skylt velsku. Um tvö hundruð þúsund manna tala bretónsku á þessum slóðum. Einnig er talað galló sem er rómanskt tungumál, en hún á rætur að rekja til hernáms Rómverja. Íbúar Bretagne nefnast Bretónar.

Thumb
Kort sem sýnir héraðið Bretagne í Frakklandi.
Thumb
Fáni Bretaníu

Strandlengja Bretagne er 1200 km löng. Bretónar kalla strandlengjuna Armor og innskagann Argoat. Þar eru um 200 sumarleyfisstaðir og munur flóðs og fjöru allt að 18 m. Ströndin austur og vestur af St. Maló er kölluð Smaragðsströndin (Côte d'Emeraude). Á Bretaníuskaga tíðkast byggingarstíll sem er einkennandi fyrir svæðið og heimamenn halda fast í gamla siði og hefðir.

Héraðið skiptist í fjórar sýslur:

Heiti

Héraðið hefur hlotið fjölda ólíkra nafna á íslensku í gegnum tímann. Bretanía er algengasta íslensk heitið í dag, en nöfnin Bertangaland, Bretland, Syðra-Bretland eða Bretland hið syðra hafa öll verið notuð.[1]

Franska nafn: Bretagne

Bretónskt nafn: Breizh

Gallo nafn: Bertègn

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.