From Wikipedia, the free encyclopedia
Brønnøysund er borg og stjórnsýslumiðstöð Brønnøy sveitarfélagsins í Nordland-fylki í Noregi. Borgin er staðsett við ströndina og er lýst sem "Strandborg í miðjum Noregi". Brønnøysund er einnig svæðismiðstöð Suður-Helgeland. Brønnøysund hefur 4.995 íbúa og sveitarfélagið hefur 7.777 íbúa (2022). Frá Brønnøysund má sjá hið fræga kennileiti borgarinnar Torghatten.
Brønnøysund er syðsta borg Norður-Noregs og næsta nágrannaborg í suðri er Rørvik, sem er í Þrændalög .Farið er í borgina með Hurtigruten tvisvar á dag, suður áleiðis síðdegis kl 1600 og norður áleiðis rétt eftir miðnætti.
Það eru strætóleiðir frá Brønnøysund til Grong j(árnbrautarstöðvar), Namsos og Rørvik. Að auki eru einnig strætóleiðir til Mosjøen og Sandnessjøen.
Frá Brønnøysund er 550 metra löng brú, Brønnøysund bru, yfir til Hestøya með vegi áfram til Kvaløya og Torget. Ef ekið er lengra eftir sýsluvegi 54 er komið að fjallinu Torghatten
Brønnøysund flugvöllur er þjónað af flugfélaginu Widerøe með beinu flugi til Óslóar, Þrándheims, Bodø og Sandnessjøen.
Brønnøysund er verslunar- og þjónustumiðstöð svæðisins.
Brønnøysundregistrene (norsk ríkisstofnun sem rekur margar af mikilvægustu skrám landsins) með um 575 starfsmenn er hornsteinsfyrirtæki í borginni. Torghatten ASA (einn stærsti hópur Noregs í almenningssamgöngum) hefur einnig aðalstjórn sína í borginni.
Brønnøysunds Avis er staðarblað bæjarins og annarra sveitarfélaga á Suður-Helgeland
Brønnøysund menntaskólann er staðsett í Brønnøysund.
Í bænum eru þrír grunnskólar: Brønnøysund grunn- og framhaldsskóli (410 nemendur) Salhus skóli (454 nemendur) og Nordhus skóli (98 nemendur).
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.