Blýárin (ítalska: Anni di piombo) er heiti á 8. áratug 20. aldar í sögu Ítalíu og vísar til þess að á þeim tíma voru tíð hryðjuverk og vopnuð barátta á vegum róttækra stjórnmálahreyfinga bæði til hægri og vinstri. Nafnið er dregið af samnefndri kvikmynd Margarethe von Trotta frá 1981 sem fjallar um hliðstæða atburði í Vestur-Þýskalandi.

Thumb
Veggmálverk í Mílanó til minningar um Fausto Tinelli og Iaio Iannucci sem voru myrtir af hægriöfgamönnum 18. mars 1978

Upphaf blýáranna er stundum talið vera stúdentaóeirðirnar 1968 en stundum blóðbaðið á Piazza Fontana 12. desember 1969. Síðasta tilræðið sem er kennt við þennan tíma er blóðbaðið í Bologna 2. ágúst 1980. Ýmsir hópar tengdust þessum tilræðum beint eða óbeint, þar á meðal stjórnmálahreyfingar utan þings eins og Lotta Continua og Movimento Studentesco til vinstri og Centro Studi Ordine Nuovo til hægri, og hryðjuverkahópar á borð við Brigate Rosse og Prima Linea til vinstri og Nuclei Armati Rivoluzionari, Ordine Nero og Terza Posizione til hægri.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.