Bláa moskan
From Wikipedia, the free encyclopedia
Bláa moskan eða Moska Ahmeds soldáns er sögufræg moska í Istanbúl í Tyrklandi. Hún var reist milli 1606 og 1616 á valdatíma Ahmeds 1. soldáns Tyrkjaveldisins. Þar er að finna grafhýsi Ahmeds, madrösu (skóla) og líknardeild. Veggir moskunnar að innanverðu eru þaktir handmáluðum bláum flísum. Moskan stendur við hliðina á Hagíu Sófíu sem áður var dómkirkja grísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Báðar byggingarnar eru vinsælir ferðamannastaðir.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.