Sjónskerðing er skortur á sjónskerpu á betra auga einstaklings þannig að hann á erfitt með daglegt líf ef ekki kæmu til læknismeðferð eða hjálpartæki. Nærsýni, fjærsýni eða sjónskekkja sem hægt er að leiðrétta með hefðbundnum gleraugum telst ekki sjónskerðing. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgreinir sjónskerðingu sem minni sjón en 6/18 (33%) á betra auga og blindu sem minni sjón en 3/60 (5%) á betra auga. Stofnunin skilgreinir sex flokka þar sem flokkur 0 er engin eða væg sjónskerðing, flokkur 1 er lítilsháttar sjónskerðing (minna en 6/18 en meira en 6/60), flokkur 2 er mikil sjónskerðing (minni sjón en 6/60 en meiri en 3/60) og flokkar 3, 4 og 5 eru mismikil blinda. Samkvæmt íslenskum lögum er sjónskerðing skilgreind sem minni en 30% sjón á betra auga en blinda sem minna en 5% sjón á betra auga.[1]

Thumb
Samanbrotinn blindrastafur.

Ástæður sjónskerðingar geta verið af lífeðlis- eða taugafræðilegum toga. Algengustu ástæður sjónskerðingar eru ljósbrotsgalli (43%), drer (33%) og gláka (2%).[2]

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.