Berkjubólga (bronchitis) er öndunarfærasjúkdómur þar sem bólga kemur í berkjurnar (meðalstóru lungnapípurnar) í lungunum. Berkjubólga lýsir sér sem þurr hósti, andnauð, þreyta og hiti. Oft fylgir einhverskonar hvítt slím með hóstanum, en ef það slím verður gult eða grænt á lit er komin sýking. Berkjubólga getur einnig fylgt venjulegu kvefi.

Thumb
Mynd A sýnir staðsetningu berkjanna í lungunum. Á mynd B sést hvernig berkjur líta út í heilbrigðum einstaklingi. Á mynd C sést hvernig berkjubólga fyllir berkjuna af slími auk þess sem að berkjan þrengist vegna bólgunnar.

Til eru tvær gerðir berkjubólgu:

  • Bráð berkjubólga – Henni fylgir hósti sem varir í þrjár vikur. Orsökin er oftast veirusýking. Hún leggst gjarnan á reykingamenn og íbúa í borgum þar sem mikið af svifryki og mengun er í lofti. Bráð berkjubólga læknast nær alltaf af sjálfu sér með hvíld og verkjalyfjum til að slá á hitann. Þessi gerð berkjubólgu er algeng hjá bæði fullorðnum og börnum.
  • Langvinn berkjubólga – Ef að sjúklingur hóstar upp slími í minnst þrjá mánuði á ári í minnst tvo ár, þá kallast það langvinn berkjubólga. Tóbaksreykingar eru aðal orsökin. Í dag er algengara að flokka langvinna berkjubólgu undir víðara hugtakið langvinna lungnateppu.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.