Bartólómeus 1. (f. 29. febrúar 1940 undir nafninu Dímítríos Arhondonís) er núverandi erkibiskup og samkirkjulegur patríarki kristnu rétttrúnaðarkirkjunnar í Konstantínópel. Sem patríarki í Konstantínópel er Bartólómeus talinn „fremstur meðal jafningja“ af patríörkum rétttrúnaðarkirkjunnar (en ekki eiginlegt höfuð kirkjunnar, sem lýtur ekki boðvaldi neins eins trúarleiðtoga).

Staðreyndir strax Patríarki Konstantínópel, Persónulegar upplýsingar ...
Bartólómeus 1.
Βαρθολομαῖος Αʹ
Thumb
Skjaldarmerki Bartólómeusar
Patríarki Konstantínópel
Núverandi
Tók við embætti
2. nóvember 1991
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. febrúar 1940 (1940-02-29) (84 ára)
Agioi Þeodoroi (Zeytinliköy), Imbros (Gökçeada), Tyrklandi
ÞjóðerniTyrkneskur
TrúarbrögðRétttrúnaðarkirkjan
UndirskriftThumb
Loka

Bartólómeus er 270. patríarkinn í Konstantínópel, en samkvæmt hefð er Andrés postuli sagður hafa verið sá fyrsti. Þar sem reglur kveða á um að patríarkinn verði að vera tyrkneskur þegn er Bartólómeus ríkisborgari Tyrklands og hefur gegnt þjónustu í tyrkneska hernum.[1]

Sem patríarki hefur Bartólómeus beitt sér fyrir samræðum milli kristinna kirkjudeilda.[1] Bartólómeus hefur jafnframt verið kallaður „græni patríarkinn“ vegna áhuga hans á umhverfismálum.[2][3]

Í október árið 2018 gaf Bartólómeus rétttrúnaðarkirkjunni í Úkraínu leyfi til að kljúfa sig undan rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni í Moskvu og stofna sjálfstæða úkraínska rétttrúnaðarkirkju. Kírill, patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu, brást við með því að slíta tengslum kirkju sinnar við patríarkann í Konstantínópel.[4][5]

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.