Bandung-ráðstefnan eða Ráðstefna um málefni Asíu og Afríku var fundur ríkja í Asíu og Afríku 18. – 24. apríl 1955 í Bandung í Indónesíu. Ráðstefnan var skipulögð af Indónesíu, Búrma, Pakistan, Seylon og Indlandi og framkvæmdastjóri hennar var Ruslan Abdulgani, ráðuneytisstjóri í indónesíska utanríkisráðuneytinu. Yfirlýst markmið með ráðstefnunni var að efla efnahagslegt og menningarlegt samstarf Afríku- og Asíuríkja og standa gegn nýlendustefnu og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
Fulltrúar 29 ríkja með samanlagt yfir helming allra íbúa jarðarinnar tóku þátt í ráðstefnunni. Hún leiddi meðal annars til stofnunar Samtaka hlutlausra ríkja.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.