From Wikipedia, the free encyclopedia
Avestíska er útdautt indóevrópskt tungumál af írönsku greininni. Það er einkum þekkt fyrir trúartexta Zaraþústratrúarinnar. Hún var töluð í austur Íran. Avestíska lognaðist út af einhvern tíma fyrir Kristsburð sem almennt mál en tórði sem helgisiðamál fram á 7. öld. Greina má einfaldara málkerfi eftir því sem texarnir á málinu verða yngri.
Frumkvöðull á sviði rannsókna á máli þessu var Anquetil du Perron. Höfðu borist til Englands 1633 og 1723 tvö handrit á máli þessu sem enginn gat lesið og barst annað þeirra að lokum til Frakkans Perron. Hélt hann til Indlands og dvaldist hjá Zaraþústraprestum í Súrat í 7 ár og lærði mál þeirra. Komst hann þar ennfremur yfir nokkur handrit sem hann síðan tekur heim með sér til baka og rannsakaði í 10 ár þar til hann gaf út þýðingar á þeim.
Rasmus Rask lét einnig að sér kveða á sviði athugana á þessu máli og skrifaði ritgerð um það: Om Zendsprogets og Zendavestas Ælde og Ægthæd.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.