From Wikipedia, the free encyclopedia
Andríj Mykolajovytsj Sjevtsjenko (úkraínska: Андрій Миколайович Шевченко, fæddur 29. september 1976 í borginni Dvírkívsjtsjyna í Úkraínu) er fyrrum knattspyrnumaður og núverandi landliðsþjálfari Úkraínu. Hann spilaði sem framherji og skoraði meira en 100 mörk í Seríu A og var árið 2004 valinn Knattspyrnumaður Evrópu.
Andrij Sjevtsjenko | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Андрій Миколайович Шевченко | |
Fæðingardagur | 29. september 1976 | |
Fæðingarstaður | Dvírkívsjtsjyna, úkraínska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum (nú Úkraínu) | |
Hæð | 1,83 m | |
Leikstaða | Sóknarmaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Dynamo Kyiv | |
Númer | 76 | |
Yngriflokkaferill | ||
1986–1994 | Dynamo Kyiv | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1993-1996 | Dynamo-2 Kyiv | 51 (16) |
1994–1999 | FC Dynamo Kyiv | 117 (60) |
1999–2006 | Milan | 208 (127) |
2006–2008 | Chelsea | 47 (9) |
2008–2009 | Milan | 18 (0) |
2009–2012 | FC Dynamo Kyiv | 55 (23) |
Landsliðsferill2 | ||
1994–1995 1994–1995 1995–2012 |
Úkraína U-18 Úkraína U-21 Úkraína |
8 (5) 7 (6) 111 (48) |
Þjálfaraferill | ||
2016 2016-2021 2021-2022 |
Úkraína (aðstoðarmaður) Úkraína Genoa C.F.C. | |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Sjevtsjenko hóf feril sinn með Dynamo Kyiv sem er frá samefndri borg í Úkraínu. Þangað kom hann 9 ára gamall þegar unglingaþjálfari liðsins sá hann spila á vinsælu knattspyrnumóti. Dynamo Kyiv var eitt af skemmtilegri liðum Evrópu á sínum tíma og vann m.a. titilinn í heimalandi sínu fimm ár í röð, frá 1995 til 1999. Óhætt er að fullyrða að það ár hafi Kænugarðsliðið verið með eitt besta lið Evrópu, þeir unnu m.a. Barcelona 4-0 heima og úti í átta liða úrslitum en töpuðu fyrir Bayern Munchen í undanúrslitum. Sjevtsjenko varð markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar þá með 10 mörk skoruð. Eftir það ævintýri var hann svo keyptur til Milan liðsins. Silvio Berlusconi, forseti félagsins, ákvað að leggja út fyrir honum og greiddi fyrir hann háa fjárhæð, alls 25 milljónir dollara. Þar dvaldi Sjevtsjenko til 2006 þegar hann var keyptur til Chelsea F.C. á Englandi. Sumarið 2008 fór hann svo til Milan á Ítalíu en sneri aftur til síns gamla uppeldisfélags eftir eins árs dvöl.
Sjevtsjenko átti stóran þátt í því að Úkraína komst í fyrsta skipti í úrslit heimsmeistarakeppninar í fótbolta sem haldin var í Þýskalandi sumarið 2006. Samtals hefur hann leikið 70 landsleiki fyrir land sitt og skorað í þeim 36 mörk. Hann senri sér að þjálfun að ferli loknum.
14. júlí 2004 giftist hann bandarísku fyrirsætunni Kristen Pazik. Athöfnin fór fram í Washington án vitundar fréttamanna og ljósmyndara.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.