From Wikipedia, the free encyclopedia
Aðalvík er um 7 km breið vík yst (vestast) á Hornstrandakjálkanum. Þar voru forðum sjávarþorpin Látrar (120 íbúar 1920) og Sæból (80 íbúar 1900) en byggðin fór í eyði um miðja 20. öld. Síðustu ábúendur fluttu frá Látrum og Sæbóli 1952. Yfirleit er talað um Sæból vestast, Miðvík og Látra austast. Á fjallinu Darra ofan við Aðalvík reistu Bretar herstöð sem enn má sjá leifar af, m.a. loftvarnarbyssu, byggingar og veg. Vestan við Látra á Straumnesfjalli ráku Bandaríkjamenn radarstöð í nokkur ár á sjötta áratugnum sem enn má sjá leifar af. Þá var líka byggður flugvöllur innan við þorpið. Þoka mun hafa hamlað því að hermenn kæmust að landi á Hornströndum. Jakobína Sigurðardóttir orti kvæðið Hugsað til Hornstranda gegn hernaðarbrölti þar:
Seinna orti Jakobína annað ljóð „Hvort var þá hlegið í Hamri?“ þar sem hún lýsir þokunni sem gjörningaþoku vætta.[1] Mörgum húsanna í Aðalvík er haldið við af eigendum og þar er nokkur sumarbyggð.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.