From Wikipedia, the free encyclopedia
Þjóðtrú, líka kölluð alþýðutrú og hversdagstrú, eru trú og trúarlegir siðir sem standa til hliðar við opinber trúarbrögð og flytjast milli kynslóða í tilteknu samfélagi. Þjóðtrú er skilgreind með ýmsum hætti og nær yfir bæði hversdagslega tjáningu eða upplifun opinberra trúarbragða meðal almennings (til dæmis hugmyndir um „barnatrú“ og „sumarlandið“), leifar af eldri átrúnaði eða blöndun ólíkra trúarbragða í alþýðumenningu (sbr. „regnbogabrúna“), og ýmis konar hjátrú, trú á hið yfirnáttúrulega og líf eftir dauðann, galdratrú, vættatrú, trú á hjávísindi (sbr. trú á fljúgandi furðuhluti), alþýðulækningar, spádóma og samsæriskenningar.
Kínversk alþýðutrú er mjög útbreidd í Kína en ýmis konar alþýðutrú sem tengist opinberum trúarbrögðum er líka algeng innan til dæmis kristni, íslam og hindúatrúar. Blendingstrú, eins og Vodun og Santería, hefur orðið til við blöndun ólíkra trúarbragða eða siða.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.