From Wikipedia, the free encyclopedia
Úmbertó 2. Ítalíukonungur (f. 15. september 1904 – 18. mars 1983) var síðasti konungur Ítalíu. Hann var sonur Viktors Emmanúels 3. Ítalíukonungs og konu hans, Elenu drottningar.
Þann 8. janúar 1930 giftist Úmberto Maríu-José Belgíuprinsessu en hún var dóttir Alberts I Belgíukonungs. Þeim varð fjögurra barna auðið.
Hjónaband Úmbertós og Mariu José var ekki hamingjusamt en hjónaband þeirra var skipulagt af foreldrum beggja. Þau skildu í útlegðinni.
Hann var oft kallaður maíkonungurinn því hann ríkti einungis í rúman mánuð, eða frá 9. maí 1946 til 12. júní sama ár.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.